Eins og ljóst er orðið, þá héldum við Söngvarakeppni Húnaþings vestra 2018 laugardagskvöldið 9. júní s.l. Keppnin var haldin í Félagsheimilinu Hvammstanga og FarBar Menningarfélagsins var á svæðinu. Skemmst er frá því að segja að kvöldið var einkar vel heppnað og góð stemmning í húsinu.
En svona ef við förum yfir helstu atriði þá eru þau þessi. Það voru tíu atriði sem tóku þátt, en þau voru:
Aldís, Hulda og Sveinbjörg með lagið Diane, með Cam
Ellý Rut með lagið The Reason, með Hoobastank
Sveinn Óli með lagið Dancing on my own, með Callum Scott
Grunnskóli Húnaþings vestra með lagið Hossa hossa, með Amabadama
Leikskólinn Ásgarður með lagið Mamma þarf að djamma, með Baggalút
Valdimar með lagið Anna Molly, með Incubus
Ráðhúsið með lagið Ex’s & Oh’s, með Elle King
Ingunn Elsa með lagið Sacrifice, með Anouk
Elvar Logi með lagið Yfir borgina, með Valdimar
Pallíetturnar með lagið La Dolce Vita, með Páli Óskari
Hljómsveitin var skipuðu útvöldum, en bandið skipuðu þeir Hjörtur Gylfi Geirsson á trommur, Jón Rafnar Benjamínsson á gítar, Kristinn Arnar Benjamínsson á gítar og Vilhelm Vilhelmsson á bassa.
Nú Höddi Gylfa sá um að kynna keppendur á svið með fróðleiksmola í veganesti og dómarar voru þau Heiðrún Nína, Magnús Ásgeir og Sigríður. Þau voru reyndar ekki einu dómarar kvöldsins þar sem salurinn réði heilmiklu líka. Salurinn sá um að kjósa bestu sviðsframkomuna og bestu búningana. Niðurstöður um 1., 2., og 3. sæti voru svo sameiginleg ákvörðun, þeas jafnt hlutfall milli dómara og gesta í sal.
Niðurstöðurnar voru svo þessar:
1. sæti – Aldís, Hulda og Sveinbjörg með lagið Diane, með Cam
2. sæti – Elvar Logi með lagið Yfir borgina, með Valdimar
3. sæti – Ráðhúsið með lagið Ex’s & Oh’s, með Elle King
Besta sviðsframkoman – Leikskólinn Ásgarður með lagið Mamma þarf að djamma, með Baggalút
Bestu búningarnir – Ráðhúsið með lagið Ex’s & Oh’s, með Elle King
Þegar úrslitin voru ráðin þá sá DJ Danni um tónlistina fram á nótt.
Svona til að súmmera þetta upp þá var þetta frábært kvöld. Takk fyrir takk!
Sérstakar þakkir fá styrktaraðilar keppninnar; KVH, SKVH og Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra.
Kíkjum á nokkrar myndir….
Leave A Comment