Nú eru einungis þrír dagar í að dansskór snúist með óhóflegum hætti á kaffiböðuðu dansgólfinu í félagsheimilinu Ásbyrgi. Þar munu ýmsir stíga á stokk til að framreiða taktfasta tónlistina.
Fremst í flokki fara þar Marinó Björnsson, Skúli Einarsson og Sigurður Ingvi Björnsson. Þeir munu sennilega verma sviðið mest allt kveldið. Hins vegar munu Sveinn Kjartansson og Þorvaldur Pálsson einnig vera þar, sem og Bjössi og Benni og svo Hljómsveit Ragnars Leví.
Hafið þið heyrt um annað eins samansafn af snillingum?
Staður: Ásbyrgi á Laugarbakka
Stund: Föstudagskvöldið 18. október 2019 kl. 20:00
Seðlar: 1.500 kr. (við verðum líka með posa)
Leave A Comment