Söngvarakeppnin 2018

Nú styttist í Söngvarakeppnina 2018 sem Menhúnvest stendur fyrir. Keppnin á sér langa sögu hér í Húnaþingi vestra og alltaf verið vel sótt. Í ár er hún haldin 9.júní n.k. Þema keppninnar í ár er tímabilið 1998 til 2018 í tilefni af því að sveitarfélagið Húnaþing vestra á 20 ára afmæli. Keppendur æfa stíft í æfingarhúsnæði Menningarfélagsins en keppnin sjálf verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Keppt verður um þrjú efstu sætin sem og atriði kvöldsins. Dómnefnd velur sigurvegara kvöldsins og salurinn velur atriðið. Nánar um keppnina er að finna hér.  

By |2018-05-29T10:11:33+00:00maí 29th, 2018|0 Comments

Breyting á gjaldskrá listarýmis

Á stjórnarfundi 11. Febrúar 2018 var ákveðnar eftirtaldar breytingar á gjaldskrá listarýmis. mánaðarleiga á listarými var hækkuð úr 5.000 kr. upp í 10.000 kr. fyrir meðlimi, og úr 7.500 kr. upp í 15.000 kr.  fyrir aðra. Stakt tímagjald var hækkað úr 250 kr. upp í 500 kr. fyrir meðlimi, og úr 500 kr. upp í 1.000 kr. fyrir aðra.

By |2018-05-01T22:59:06+00:00mars 2nd, 2018|0 Comments

Aðalfundur Menningarfélags Húnaþings vestra 2017

Boðað er til aðalfundar Menningarfélags Húnaþings vestra þriðjudagskvöldið 28. mars 2017 kl. 20:00 í húsakynnum félagsins að Eyrarlandi 1 (efri hæð að sunnanverðu) á Hvammstanga. Dagskrá fundarins Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins Ársreikningur 2016 lagður fram – umræður Ákveðið árgjald 2018 Ákveðin leigugjöld 2018 Önnur mál

By |2018-05-01T22:57:13+00:00mars 20th, 2017|0 Comments

Skráning fyrir Músíktilraunir 2017 hefst 24. febrúar næstkomandi.

Músíktilraunir eru ætlaðar ungu fólki á aldrinum 13-25 ára og Menningarfélagið hvetur hljómsveitir til að taka þátt. Þetta er flott reynsla og skemmtilegt ævintýri! Ef þú ert með hljómsveit en vantar æfingaaðstöðu þá viljum við hjálpa þér. Menningarfélagið hefur til útleigu aðstöðu að Eyrarlandi 1. Þar er hægt að leigja t.d. herbergi til æfinga gegn af vægu gjaldi, allt frá klukkutíma í senn til lengri tíma. Sjáið meira um það hér.

By |2018-05-01T22:54:04+00:00janúar 26th, 2017|0 Comments

Tröll

Menningarfélagið vill vara við því að sést hefur til trölla og hinna ýmsu kynjavera í húsakynnum félagsins. Það er þó talið að þessir áhugaverðu gestir séu pollrólegir og vita meinlausir þannig að engin hætta ætti að vera á ferð.

By |2018-05-01T22:52:28+00:00janúar 23rd, 2017|0 Comments

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir!

Við hjá Menningarfélagi Húnaþings vestra viljum þakka fyrir góðar viðtökur á árinu 2016 og hlökkum til að vinna að okkar markmiðum með ykkur á árinu 2017. Við gætum það ekki án ykkar og allra þeirra sem lagt hafa okkur lið. Þar má m.a. nefna alla þá sem hafa komið fram á viðburðum félagsins og þá sem hafa hjálpað til á bakvið tjöldin í þágu félagsins. Takk! Félagið hélt einmitt fjáröflunar-/jólatónleika 29. desember s.l. sem tókust vel upp.

By |2018-05-01T22:51:03+00:00janúar 14th, 2017|0 Comments
Go to Top