Útvarpsleikhús æskunnar
Er verið að leita að einhverju að gera í þessu laaaanga páskafríi? Listsköpun um fjarfundabúnað! Opið fyrir nemendur á mið- og unglingastigi grunnskóla, ásamt nemendum á framhaldsskólastigi. Langar þig að skrifa handrit að útvarpsleikriti og láta taka það upp af fagmönnum og hlusta svo á afraksturinn í útvarpinu? Í öllu þessu leiðindarástandi datt þeim hjá Stúdíó Handbendi í hug að bjóða upp á nákvæmlega þetta og fengu Menningarfélag Húnaþings vestra og FM Trölla til liðs við sig. Námskeið í útvarpsleikritun kennir leikstjórinn Sigurður Líndal, í gegnum fjarfundabúnað 29. mars til 2. apríl. Upptökur fara fram í Stúdíó Bakka 3.-5. apríl. [...]