Eldurinn er hafinn!
Hátíðin Eldur í Húnaþingi 2020 þjófstartaði í gær með pubquiz-i í Félagsheimilinu Hvammstanga. Hátíðin verður formlega sett í kvöld og stendur yfir fram á sunnudag n.k. Aragrúa af skemmtilegum dagskrárliðum er að finna á hátíðinni. Þar má nefna dansnámskeið, leiklistarnámskeið, þríþraut, Fifa-mót, barnastund, borðtennis- og brennómót, zumbapartý, Kleppara-mót, fimleikasýningu, ratleik, púttmót, brunaslöngubolta, kínaskák, körfuboltanámskeið, bjórjóga, kraftakeppni, sápurennibrautarfjör, hoppukastalar, fyrirtækjakeppni, strandhreinsun ofl. Tónlistin verður líka veigamikill partur af hátíðinni, eins og svo oft áður, og auk heimafólks sem treður upp á Melló Músika kemur eftirfarandi tónlistarfólk fram; Ásgeir, Dóra Júlía, Slagarasveitin, Ingó veðurguð, Stuðmenn, Helgi Hrafn Ingvarsson, Helen Whitaker og Papar. [...]