Eldurinn er hafinn!

Hátíðin Eldur í Húnaþingi 2020 þjófstartaði í gær með pubquiz-i í Félagsheimilinu Hvammstanga. Hátíðin verður formlega sett í kvöld og stendur yfir fram á sunnudag n.k. Aragrúa af skemmtilegum dagskrárliðum er að finna á hátíðinni. Þar má nefna dansnámskeið, leiklistarnámskeið, þríþraut, Fifa-mót, barnastund, borðtennis- og brennómót, zumbapartý, Kleppara-mót, fimleikasýningu, ratleik, púttmót, brunaslöngubolta, kínaskák, körfuboltanámskeið, bjórjóga, kraftakeppni, sápurennibrautarfjör, hoppukastalar, fyrirtækjakeppni, strandhreinsun ofl. Tónlistin verður líka veigamikill partur af hátíðinni, eins og svo oft áður, og auk heimafólks sem treður upp á Melló Músika kemur eftirfarandi tónlistarfólk fram; Ásgeir, Dóra Júlía, Slagarasveitin, Ingó veðurguð, Stuðmenn, Helgi Hrafn Ingvarsson, Helen Whitaker og Papar. [...]

By |2020-07-22T10:38:35+00:00júlí 22nd, 2020|0 Comments

Við erum hér!

Við erum hér! Afsakið fjarveruna. Hér hefur eitt og annað verið í gangi bakvið tjöldin, hvort sem það er á varðandi Menningarfélagið, stjórnarmeðlimi sjálfa eða annað. Vinnan í kringum Menningarfélagið er jú unnin í sjálfboðavinnu og Covid setti smá strik í reikninginn. Hvað um það. Hæ! Fréttir af starfseminni Það hefur verið eilítil lognmolla í kringum starfsemina síðustu mánuði en húsnæðið hefur þó verið nýtt af og til. Nýting húsnæðisins hefur einna helst verið í tengslum við tónlist; til kóræfinga, hljómsveitaræfinga, eftirvinnu sem snýr að upptökum osfrv. Á árinu var félaginu veittur styrkur frá Húnaþingi vestra vegna ákveðinna rekstrarþátta sem [...]

By |2020-07-17T18:04:13+00:00júlí 17th, 2020|1 Comment
Go to Top