Afþreying í úrvinnslusóttkví sem og annarri sóttkví og frænkum hennar
Nú er það svo að hér í Húnaþingi vestra ríkir allsherjar úrsvinnslusóttkví og erum við nú á sjötta degi hennar. Þar fyrir utan er fólk m.a. "hefðbundinni" sóttkví og einangrun. Hvað er til bragðs að taka þegar samverustundir utan heimilis eru takmarkaðar og dagarnir renna mögulega saman í eitt? Við mælum að sjálfsögðu með að fylla dagana af menningu og listum. Setjið upp leikþátt, semjið lag, æfið ykkur á óbóinn, lesið bók, semjið ljóð, stofnið "fjarhljómsveit" líkt og nokkrir hér í sveitarfélaginu hafa gert (sjá hér og hér) og bara það sem ykkur dettur í hug. Okkur datt í hug [...]