Afþreying í úrvinnslusóttkví sem og annarri sóttkví og frænkum hennar

Nú er það svo að hér í Húnaþingi vestra ríkir allsherjar úrsvinnslusóttkví og erum við nú á sjötta degi hennar. Þar fyrir utan er fólk m.a. "hefðbundinni" sóttkví og einangrun. Hvað er til bragðs að taka þegar samverustundir utan heimilis eru takmarkaðar og dagarnir renna mögulega saman í eitt? Við mælum að sjálfsögðu með að fylla dagana af menningu og listum. Setjið upp leikþátt, semjið lag, æfið ykkur á óbóinn, lesið bók, semjið ljóð, stofnið "fjarhljómsveit" líkt og nokkrir hér í sveitarfélaginu hafa gert (sjá hér og hér) og bara það sem ykkur dettur í hug. Okkur datt í hug [...]

By |2020-03-27T11:55:39+00:00mars 27th, 2020|1 Comment

Ásgeir beint í stofuna í kvöld

Hljómahöll og Rokksafn Íslands eru meðal þeirra fjölmörgu sem hafa ákveðið að vera með ýmsa tónlistartengda viðburði í gegnum streymi á netinu þessa dagana. Á Facebook-síðu Hljómahallar verður tónleikadagskrá í beinni útsendingu frá 26. mars til 16. apríl. Ásgeir ríður á vaðið og verður með tónleika í kvöld, 26. mars, kl. 20:00. Þannig gefst fólki tækifæri til að hlýða á Ásgeir, sem gaf nýverið út plötuna Sátt. Hlekkur á viðburðinn er hér. Aðrir tónleikar eru þessir: Moses Hightower - 2. apríl kl. 20:00 GDRN - 7. apríl kl. 20:00 Hjálmar - 16. apríl 20:00 Heimild: mbl.is

By |2020-03-26T14:44:25+00:00mars 26th, 2020|0 Comments

Stofutónleikar Brek

Hljómsveitin Brek ætlar að halda litla stofutónleika í kvöld, sunnudagskvöldið 22. mars, og streyma þeim beint á YouTube. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og eru á YouTube rás hljómsveitarinnar. Hljómsveitin brá á þetta ráð í ljós samkomubanns sem nú ríkir á landinu. Tónleikarnir eru í boði án endurgjalds en hljómsveitin bendir á að hægt er að leggja fram frjáls framlög í gegnum PayPal. Í hljómsveitinni Brek eru m.a. þau Harpa Þorvaldsdóttir og Jóhann Ingi Benediktsson sem eiga einmitt sterka tengingu í Húnaþing vestra.

By |2020-03-22T18:28:02+00:00mars 22nd, 2020|0 Comments
Go to Top