Kammerkór Norðurlands á Hvammstanga

Kammerkór Norðurlands verður með 20 ára afmælistónleika í Félagsheimilinu Hvammstanga í dag, laugardaginn 22. febrúar, kl. 16:00. Þetta eru fyrstu tónleikar kórsins í þriggja tónleika tónleikaröð hans í tilefni afmælisins. Kórinn mun flytja ný og eldri lög við ljóð Davíðs Stefánssonar úr Svörtum fjöðrum. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Hér má sjá og hlýða á tóndæmi. Aðgangur er 3.000 kr. og er posi á staðnum. Tónleikarnir eru stryktir af Tónlistarsjóði og Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. Sjá nánar hér.

By |2020-02-22T09:02:09+00:00febrúar 22nd, 2020|0 Comments

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra veitir styrki

Fimmtudaginn 13. febrúar s.l. blés SSNV til veislu í Félagsheimilinu Hvammstanga. Tilefnið var veiting styrkja úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra. Alls voru 75 styrkir veittir til 60 aðila og námu styrkirnir alls 65.000.000 kr. Menningarfélag Húnaþings vestra hlaut að þessu sinni styrk fyrir Söngvarakeppni Húnaþings vestra 2020 og rekstrarstyrk fyrir árið. Þess má geta að þetta er í annað sinn sem félagið fær rekstrarstyrk, sem er einstaklega ánægjulegt enda hjálpar það til við geta bætt aðbúnað og annað sem styrkir rekstrarlegan grundvöll félagsins. Menningarfélagið var ekki eini styrkhafinn hér í Húnaþingi vestra enda voru alls 17 aðilar sem fengu úthlutað styrkjum [...]

By |2020-02-17T20:41:09+00:00febrúar 17th, 2020|1 Comment

Sæhjarta sýnt í Tjarnarbíó

Í kvöld, föstudagskvöldið 14. febrúar, kl. 20:00 sýnir Handbendi brúðuleikhús verkið Sæhjarta, sem er einleikið brúðuverk fyrir fullorðna, í Tjarnarbíói í Reykjavík. Um er að ræða frumsýningu en verkið var (for)-frumsýnt á Hvammstanga í nóvember s.l. Sagan er sögð með heillandi blöndu brúðuleiks og hefðbundins leikhúss. "Sæhjarta endurskapar og endurvekur gömlu sagnirnar um urturnar sem komu á land og fóru úr selshamnum til að búa og elska meðal manna." Greta Clough skrifaði handrit og sér um leik, leikstjórn er í höndum Sigurðar Líndal Þórissonar, tónlist og hljóðmynd í höndum Júlíusar Aðalsteins Róbertssonar og Egill Ingibergsson sér um leikmynd og lýsingu. [...]

By |2020-02-14T13:16:25+00:00febrúar 14th, 2020|0 Comments
Go to Top