Aukasýning á Skógarlífi

Leikfélag Húnaþings vestra frumsýndi Skógarlíf s.l. laugardagskvöld í Félagsheimilinu Hvammstanga fyrir fullu húsi. Aukasýning verður á morgun, föstudaginn 20. desember, kl. 19:00. Í leikritinu er fylgst með þroskasögu og ævintýrum Móglí, sem elst upp meðal dýra í frumskóginum. Skógarlíf er glæný leikgerð eftir Gretu Clough og er leikgerðin byggð á The Jungle Book eftir Rudyard Kipling. “Áhorfendur fá að kynnast fjölbreyttum og skemmtilegum sögupersónum, tónlist og hönnun undir indverskum áhrifum í framsetningu fjölbreytts og hæfileikaríks hóps fólks úr Húnaþingi vestra.” Sýningin er afar metnaðarfull, sama í hvaða horn er litið. Leikarar á öllum aldri skila sínu frábærlega. Ljósin, sviðsmyndin, búningar, [...]

By |2019-12-19T09:01:54+00:00desember 19th, 2019|0 Comments

Skógarlíf

Það verður iðandi líf í Félagsheimilinu Hvammstanga dagana 13.-15 desember n.k. þegar Leikflokkur Húnaþings vestra sýnir Skógarlíf. Þar fylgjumst við með magnaðri þroskasögu og ævintýrum Móglí, sem elst upp meðal dýra í frumskóginum. Skógarlíf er glæný leikgerð eftir Gretu Clough og er leikgerðin byggð á The Jungle Book eftir Rudyard Kipling. "Áhorfendur fá að kynnast fjölbreyttum og skemmtilegum sögupersónum, tónlist og hönnun undir indverskum áhrifum í framsetningu fjölbreytts og hæfileikaríks hóps fólks úr Húnaþingi vestra." Sýnt verður: föstudaginn 13. desember kl. 20:00 laugardaginn 14. desember kl. 20:00 sunnudaginn 15. desember kl. 20:00 Almennt miðaverð er 3.500 kr., en hægt er [...]

By |2019-12-05T16:32:20+00:00desember 5th, 2019|0 Comments

Jólatónleikar Jólahúna

Hinir árlegu jólatónleikar Jólahúna verða haldnir nú um komandi helgi, 6.-8 desember, sem hér segir: föstudaginn 6. desember kl. 17:00 og kl. 20:00 í Ásbyrgi á Laugarbakka laugardaginn 7. desember á jólahlaðborði á Blönduósi sunnudaginn 8. desember kl. 17:00 í Fellsborg á Skagaströnd Fram koma eftirtaldir söngvarar, ásamt hljómsveit: Ástrós Kristjánsdóttir Elvar Logi Friðriksson Eygló A. Valdimarsdóttir Kolbrún Sif Marinósdóttir Kristinn Rúnar Víglundsson Ólafur Einar Rúnarsson Rakel Ýr Ívarsdóttir Skúli Einarsson Miðaverð er 3.500 kr. en 1.000 kr. fyrir 10 ára og yngri.

By |2019-12-05T16:18:34+00:00desember 5th, 2019|0 Comments
Go to Top