Polki og pönnsur

Það var einstaklega góðmennt á gömlu-dansa-ballinu sem menningarfélagið stóð fyrir s.l. föstudagskvöld í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka. Þetta var í annað sinn sem félagið sér um slíkan dansleik og trúum við að það sé flott tækifæri fyrir framtakssama að standa fyrir viðlíka viðburði með reglubundnum hætti. Hljóðfæraleikararnir voru fanta góðir á sviðinu, en þeir sem fram komu voru Marinó Björnsson, Skúli Einarsson, Sigurður Ingvi Björnsson, Sveinn Kjartansson, Þorvaldur Pálsson, Björn Pétursson, Benedikt Jóhannsson og Ragnar Leví. Gestirnir stóðu sig sérlega vel á dansgólfinu og nutu þess að skrafa saman þegar hlé voru gerð á tónlistinni. Stjórn menningarfélagsins stóð vaktina í [...]

By |2019-10-21T13:22:03+00:00október 21st, 2019|1 Comment

Hrafnhildur Ýr og Jónína Ara á Sjávarborg

Hinar heillandi og einstöku söngkonur Hrafnhildur Ýr og Jónína Ara verða með tónleika n.k. miðvikudagskvöld, 23. október, á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga. Á tónleikunum munu þær flytja vel valin lög úr eigin safni í bland við falleg íslensk dægurlög. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð Jónínu Ara nú í október og nóvember. Jónína er söngkona og lagasmiður úr Öræfasveit, sem býr nú í Noregi. Hún er okkur ekki ókunnug þar sem hún hefur áður haldið tónleika hér við góðar undirtektir. Hrafnhildi Ýr þekkjum við mæta vel, enda sveitungi okkar. Hrafnhildur vinnur nú að breiðskífu með eigin efni. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. [...]

By |2019-10-21T10:58:56+00:00október 21st, 2019|0 Comments

Gömlu-dansa-ball nú á föstudaginn

Nú eru einungis þrír dagar í að dansskór snúist með óhóflegum hætti á kaffiböðuðu dansgólfinu í félagsheimilinu Ásbyrgi. Þar munu ýmsir stíga á stokk til að framreiða taktfasta tónlistina. Fremst í flokki fara þar Marinó Björnsson, Skúli Einarsson og Sigurður Ingvi Björnsson. Þeir munu sennilega verma sviðið mest allt kveldið. Hins vegar munu Sveinn Kjartansson og Þorvaldur Pálsson einnig vera þar, sem og Bjössi og Benni og svo Hljómsveit Ragnars Leví. Hafið þið heyrt um annað eins samansafn af snillingum? Staður: Ásbyrgi á Laugarbakka Stund: Föstudagskvöldið 18. október 2019 kl. 20:00 Seðlar: 1.500 kr. (við verðum líka með posa)   [...]

By |2019-10-15T10:34:15+00:00október 15th, 2019|0 Comments

Gömlu-dansa-dansleikur

Menningarfélag Húnaþings vestra ætlar að endurtaka leikinn frá því í fyrra og henda í einn "gömlu-dansa-dansleik" í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka. Staður: Ásbyrgi á Laugarbakka Stund: Föstudagskvöldið 18. október 2019 kl. 20:00 Seðlar: 1.500 kr. (við verðum líka með posa) Stuðband: kynnt síðar  

By |2019-10-07T20:29:56+00:00október 7th, 2019|0 Comments
Go to Top