Menningin í Eyrarlandi
Eitt af hlutverkum Menningarfélags Húnaþings vestra er að starfrækja húsnæði að Eyrarlandi 1 (2. hæð) á Hvammstanga og er það ætlað fyrir lista- og menningarstarfsemi. Húsnæðið er hægt að leigja per klukkustund og hefur í gegnum árin verið leigt út í ýmsum tilgangi. Sem dæmi má nefna að í húsnæðinu hafa verið hljómsveitaræfingar, leiklistaræfingar, ljóðalestur, tónlistarflutningur, fyrirlestrar, námskeið, viðburðir á vegum Elds í Húnaþingi, bækistöð fyrir kvikmyndateymi, vinnustofa Handbendis. Það eru ýmis tækifæri fólgin í nýtingu húsnæðisins, s.s. í frekari liststarfsemi, menningartengda klúbba, fundarhöld osfrv. Hvað sérð þú fyrir þér? Vissuð þið að það að hér á vefnum okkar er [...]