Söngvarakeppnin 2018
Nú styttist í Söngvarakeppnina 2018 sem Menhúnvest stendur fyrir. Keppnin á sér langa sögu hér í Húnaþingi vestra og alltaf verið vel sótt. Í ár er hún haldin 9.júní n.k. Þema keppninnar í ár er tímabilið 1998 til 2018 í tilefni af því að sveitarfélagið Húnaþing vestra á 20 ára afmæli. Keppendur æfa stíft í æfingarhúsnæði Menningarfélagsins en keppnin sjálf verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Keppt verður um þrjú efstu sætin sem og atriði kvöldsins. Dómnefnd velur sigurvegara kvöldsins og salurinn velur atriðið. Nánar um keppnina er að finna hér.